Dress Code - Móttöku Partý
Við viljum biðja gesti um að mæta í Casual Wedding Attire.
Hér er hlekkur fyrir frekari útskýringar Casual Wedding Attire for Guests, Explained | Vogue
Dress Code - Brúðkaup
Klæðaburðurinn fyrir brúðkaupsdaginn er formal / garden formal.
Það felur í sér fallega liti og hefðbundinn klæðaburð.
Við biðjum gesti vinsamlegast um að mæta í samræmi við það.
Fyrir neðan má finna dæmi og lýsingar sem gefa betri mynd af því hvernig þessi klæðaburður lítur út í framkvæmd.



Konur
Kjólar eða pils sem ná fyrir neðan hné og lengra, frá miðlungs- til síð lengd. Efni á borð við silki, chiffon eða satín henta vel. Fallegir litir og mynstur í mildum tónum hvort sem þeir eru dökkir eða ljósir. Skór með hæl eða fínir flatskór eru viðeigandi, en gott er að hafa í huga að gengið verður á grasflötum.

Karlar
Fyrir karla henta bæði jakkaföt og tuxedo, ljósir sem dökkir litir. Undir jakkanum má vera skyrta eða snyrtilegur bolur, eftir því hvort leitast er eftir hefðbundnara eða nútímalegra útliti. Skór skulu vera lokaðir og snyrtilegir. Bindi eða slaufa getur verið falleg viðbót en er ekki skilyrði.


